- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Leikskólinn Krílabær hóf starfsemi sína haustið 1988 og var þá staðsettur í litlu sumarhúsi á Einarsstöðum. Þann vetur voru 13-16 börn í leikskólanum og 2 starfsmenn. Opið var frá 13:00-17:00 og var það foreldrafélagið sem rak skólann. Haustið eftir flutti leikskólinn starfsemi sína í húsnæði fyrrum Húsmæðraskólans á Laugum og síðar Grunnskólans á Laugum. Hann var þar í nokkur ár eða þar til hann flutti í núverandi húsnæði sitt í eldri byggingu Litlulaugaskóla, þar sem tónlistarskóli Reykdæla er einnig til húsa. Krílabær var rekinn sem hálfs dags leikskóli allt til haustsins 2002 en þá var honum breytt í heilsdags leikskóla. Í dag eru 5 börn í leikskólanum og 4 starfsmenn í misjöfnum stöðuhlutföllum.
Leikskólinn er opinn alla daga frá klukkan 7:45 - 16:15.
Námskrá Krilabæjar byggir á hugmyndafræði Gardners, Vigotsky og Dewey og fylgir lögum um leikskóla og skólastefnu Þingeyjarsveitar.
Krílabær er rekinn sem deild undir Þingeyjarskóla. Leikskólastjóri er Nanna Marteinsdóttir. Deildarstjóri Krílabæjar er Birna Óskarsdóttir.