Nemendur hafa lagt mikla vinnu í fjölbreytt listaverk á síðustu vikum og afraksturinn gleður augað.
Listaverkin prýða nú veggi skólans og gera umhverfið hlýlegra, litríkara og nærandi fyrir okkur öll.
Samstund - STÁSS tími
Reglulega yfir veturinn er frátekinn tími sem notaður er sem samverustund þar sem allir
nemendur skólans koma saman. Tímann má m.a. nota til að vera með söngstund eða aðrar
uppákomur eins og að kynna áhugaverð verkefni.
Þingeyjarskóli hafði afar skemmtilega heimsókn nú í vikunni. Ilona Laido fyrrverandi kennari við tónlistardeildina okkar kom í heimsókn ásamt þremur kollegum sínum. Þetta var hluti af Erasmusverkefni sem þær taka þátt í. Markmiðið var að kynnast fyrirkomulagi tónlistarkennslu í skólanum okkar og fá að fylgja kennurum eftir við störf. Ilona og félagar dvöldu í fjóra daga hjá okkur og enduðu veru sína hjá okkur með þátttöku í STÁSS tíma þar sem þær sungu fyrir okkur lag á eistnesku. Það var afskaplega gaman að fá Ilonu til okkar í heimsókn.
Haustfundur Þingeyjarskóla
Miðvikudaginn 24. september 2025
Kl. 16:30 í borðsal Þingeyjarskóla.
Kæru foreldrar og forráðamenn,
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á haustfund Þingeyjarskóla þar sem farið verður yfir mikilvæg málefni skólastarfsins og gefst tækifæri til að hitta starfsfólk og aðra foreldra, spyrja spurninga og eiga gott samtal um skólasamfélagið okkar. .......