Fréttir af miðstigi
Undanfarnar vikur hafa nemendur á miðstigi unnið hörðum höndum í verkefnavinnu í tengslum við bókina Benjamín dúfu. Nemendur útbjuggu fallega veggmynd af hverfinu og persónum í sögunni sem prýðir stofu nr 6. Einnig eru kynningar á persónum sögunnar sem og munir riddaranna í Rauðu reglunni. Þar að auki var útbúið fréttabréf með allskonar fréttum sem tengjast sögunni. Nemendur sömdu nýjan endi á söguna því sumum fannst endirinn of sorglegur. Nemendur eiga hrós skilið fyrir þessa vinnu. Á fimmtudaginn 23. október var STÁSS tími í umsjón miðstigs þar sem nemendur kynntu afrakstur verkefnisins. Í lok Stásstímans var Húsbandið með söngstund.
Í dag fengu Barnaborg og yngsta stig grunnskólans góða heimsókn frá unglingastigi. Hópur nemenda kom og las barnabók sem þau sömdu. Það er alltaf spennandi fyrir leikskólabörnin þegar unglingarnir koma í heimsókn og þau hlustuðu af áhuga og athygli. …
Í þessari viku hefur ýmislegt verið um að vera. Fyrst má nefna framhaldsskóla heimsókn 9. og 10. bekkjar til Akureyrar. Við heimsóttum MA, VMA og heimavistina. Vel var tekið á móti okkur á öllum þessum stöðum og fengu nemendur gríðarlega mikið af upplýsingum sem vakið hafa þau til umhugsunar um hvað þau ætli sér að gera þegar grunnskólagöngu þeirra lýkur.
Nemendur fengu svar frá sveitarstjóra við bréfi sem þau sendu frá sér í síðustu viku um framgang mála við salernis- og fatahengismál þeirra. Sveitarstjóri þakkaði fyrir bréfið og hrósaði þeim fyrir áhuga þeirra á vinnuumhverfi sínu. Sagði jafnframt að málið yrði tekið fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi þann 9. október.
Í dag, föstudag, kynntu nemendur barnabókina sína Geiminn fyrir öllum skólanum og gekk kynningin mjög vel.
Nemendur hafa lagt mikla vinnu í fjölbreytt listaverk á síðustu vikum og afraksturinn gleður augað.
Listaverkin prýða nú veggi skólans og gera umhverfið hlýlegra, litríkara og nærandi fyrir okkur öll.