Þingeyjarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með öfluga tónlistardeild. Grunnskóladeildin heitir Þingeyjarskóli og er staðsett í landi Hafralækjar í Aðaldal. Í sama húsnæði er leikskólinn Barnaborg. Leikskólinn Krílabær er á Laugum í Reykjadal. Þingeyjarskóli er einn af þremur skólum Þingeyjarsveitar.