- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Brátt verða komnir 23 nemendur í Barnaborg. Aðlögun nýrra barna hefur gengið vel og yngri börnin eru orðin dugleg að sitja í samverustund, syngja saman, spila á hristur og hlusta á bók lesna. Helsta viðfangsefni þeirra er að vera saman með öðrum börnum í leikskólanum, rannsaka umhverfið og leikföngin og læra samskipti hvert við annað.
Eftir hádegi mánudaginn 19. september fóru börn fædd árið 2014 í hreyfistund með Ásdísi og Völu yfir í Sunnuborg. Stefnt er að því að slík hreyfistund verði vikulega.
Eldri börnin hafa mikinn áhuga á viðfangsefnum í hópastarfi. Börn fædd árið 2013 eru saman í hópi með Ásu og börn fædd árin 2012 og 2011 eru saman í hópi með Nönnu. Þau hafa nefnt hópinn sinn rauða hóp. Yngri hópurinn á eftir að velja nafn þegar öll börnin eru frísk og mætt í leikskólann. Í hópastarfi takast börnin á við margs konar efnivið í sköpun, með áherslu á ferlið, ekki útkomuna. Eftir velheppnaða fjöruferð hafa þau unnið mikið með marglyttuþema. Einnig spilum við borðspil, æfum okkur í að telja, bíða, gera til skiptis, hlusta og svo margt fleira.
Í tónlistinni með Pétri á miðvikudögum eru þau byrjuð að læra íslensk þjóðlög um haustið, Sumri hallar, Könguló bentu mér á berjamó og fleiri lög. Þau klappa einnig, stappa og marsera í takt við tónlist, sem vekur mikla kátínu barnanna.