- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Í Þingeyjarskóla er hefð fyrir svokallaðri 100 daga-hátíð. Þá er haldið upp á það að krakkarnir í 1. bekk hafa verið í skólanum í 100 daga.
Allir á yngsta stigi tóku þátt í hátíðarhöldunum. Við skreyttum stofuna og nemendur máttu koma í náttfötum/kósýgalla.
Eftir frábæra verkefnavinnu tengdri tölunni hundrað þar sem nemendur gátu valið að vinna einstaklingslega, í pörum eða í hóp horfðum við á teiknimynd og nemendur fengu popp og djús.
Þetta var virkilega skemmtilegur dagur.