Barnaborg auglýsir eftir leikskólakennara

Börnin settu upp leikrit í lautinni.
Börnin settu upp leikrit í lautinni.

Um er að ræða 100% starf við leikskólann Barnaborg í Aðaldal sem er hluti af Þingeyjarskóla, samreknum leik- og grunnskóla. Í Barnaborg eru 25 börn á aldrinum 1 árs til 5 ára. Lögð er áhersla á að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra.

Ráðið er í starfið frá 1. október 2024 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi.

 

Menntunar og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn) eða menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi á leikskólastigi er æskileg.
  • Áhugi á starfi með börnum og velferð þeirra.
  • Lipurð og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Ábyrgð, samviskusemi og stundvísi.
  • Hreint sakavottorð.

Fáist ekki starfsmaður með leyfisbréf til kennslu er leitað eftir einstaklingi með aðra menntun og/eða reynslu sem nýtist í starfi sbr. lög nr. 95/2019.

Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með rétt um 100 nemendur. Þar af tæplega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 23. september 2024

Nánari upplýsingar veitir Nanna Marteinsdóttir leikskólastjóri í síma 464-3590 eða í gegnum netfangið nanna@thingskoli.is