- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Nú hefur verið gefin út ný reglugerð vegna takmarkaðs skólastarfs í leik-, grunn- og tónlistarskólum. Allar deildir Þingeyjarskóla falla þar undir en bæði stjórnendur og starfsfólk hafa lagt sig öll fram við að mæta nýjum veruleika og halda úti góðu skólastarfi með öryggi og velferð nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Ljóst er að ekki gengur upp að halda úti því sem næst fullum skóladegi innan þess ramma sem okkur er settur og því tökumst við á við breytingar næstu daga með hugmóð og jákvæðni í fararbroddi.
Frá og með deginum í dag hefur því verið gerð umtalsverð breyting á skólastarfinu. Nemendur koma í skólann klukkan 08:30 og heimferð er klukkan 11:40. Skólabílar munu því vera 15 mínútum seinna á ferðinni á morgnana og vænst er til þess að nemendur hafi borðað morgunmat áður en í skóla er komið. Nemendur fá áfram ávaxtastund í skólanum.
Ljóst er að þetta mun hafa töluverð áhrif á skólastarfið. Við höfum gert tímabundnar breytingar á stundatöflu nemenda, hliðrað til kennslustundum og fellt niður matmálstíma. Ekki má heldur gera lítið úr þeim áhrifum sem þessi breyting getur haft á daglegt líf heimilanna og skapað flækjustig varðandi t.a.m. vinnu foreldra. Við erum þakklát fyrir þann samvinnuanda sem við finnum fyrir og ljóst að við erum vissulega öll, börn og fullorðnir, að takast á við þetta neyðarstig sem samfélagið okkar er í. Afstaða skólans er sú að mikilvægt sé fyrir börnin að halda ákveðinni rútínu með daglegri mætingu og góðum snertifleti við kennara og hvert annað.
Við munum leggja til hliðar undirbúning fyrir haustgleðina okkar og fresta henni um óákveðinn tíma. Unglingastigið tekur þá upp hefðbundið nám eins langt og það nær.
Allt æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarf fellur niður á þessu tímabili sem reglugerðinni er ætlað að ná til eða frá 3. - 17. nóvember. Það þýðir að félagsmiðstöðvarstarf fellur niður þennan tíma. Starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar hvetur foreldra til þess að vera sérstaklega dugleg við virka samveru með börnunum sínum!
Íþróttakennsla með hefðbundnu sniði fellur niður og munum við nýta náttúruna til gönguferða og léttrar útiveru í staðinn. Hvet ykkur til þess að huga vel að klæðnaði barna ykkar með það í huga að þau séu örugglega klædd eftir veðri.
Í reglugerðinni segir að nemendur 5. - 10. bekkja skuli bera grímur ef ekki er hægt að viðhafa 2 metra fjarlægðarmörk. Þar sem 4. og 5. bekkur er í samkennslu er ætlast til þess að nemendur 4. bekkjar beri einnig grímu. Ef nemendur velja að vera með margnota grímur þarf að tryggja daglegan þvott á þeim. Grímuskylda á við um alla í skólabílum.
Samantekt: