- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Dagur gegn einelti er haldinn 8. nóvember ár hvert og er helgaður baráttunni gegn einelti.
Markmið dagsins er að hvetja til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti og einnig að hvetja til samskipta og efla vináttu.
Í Þingeyjarskóla var GRÆNN dagur í dag en græni liturinn er tákn verndarans í eineltishring Olweusar, þess sem er á móti einelti og hjálpar eða reynir að hjálpa þeim sem verður fyrir einelti.
Í skólanum okkar voru unnin margvísleg verkefni í tengslum við daginn. Yngstu börnin gerðu kærleikstré sem er sýnilegt í leikskólanum og áminning um að allir eru vinir og enginn skilinn út undan. Tekin var umræða með grunnskólanemendum um eineltishring Olweusar og farið yfir stöðu, lit og hlutverk hvers og eins í honum og hvaða lit nemendur vildu helst tilheyra. Þá voru unnin ýmis vinaverkefni og að lokum sameinuðust allir nemendur og starfsfólk í einu stóru vinahjarta.