- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistadeild
- Nemendur
Í morgun var STÁSS stund í umsjón yngsta stigs.
Það er hefð fyrir því á föstudögum á yngsta stigi að ljúka kennsluvikunni á góðu danspartíi og er það mjög vinsælt á meðal nemenda.
Oft taka nemendur af miðstigi og jafnvel unglingastigi þátt í danspartíinu með yngsta stigi.
Í morgun var öllum nemendum og starfsfólki skólans boðið í danspartíi í setustofu skólans.
Það er óhætt að segja að það hafi tekist vel til. Flestir tóku þátt, bæði nemendur og starfsfólk, og mikil gleði og stuð einkenndu stundina.
Yngsta stigs teymið.