Danssýning

Eins og undanfarin ár var fyrsta heila kennsluvikan á nýju ári dansvika í Þingeyjarskóla.
Nemendur fóru daglega í danskennslu til Jóns Péturs sem lét afar vel af nemendahópnum og var ánægður með virkni og þátttöku nemenda.

Eins og allaf lauk dansvikunni með danssýningu þar sem nemendur sýndu hvað þeir höfðu lært og þá fengu foreldrar að sjálfsögðu að taka þátt eins og myndirnar sýna.