- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Kristjana Helgadóttir matráður eða Didda í eldhúsinu e.o. við flest köllum hana, hættir núna í vor eftir áratuga starf við stofnunina. Kristjana hóf störf við stofnun þáverandi Hafralækjarskóla haustið 1972 og hefur starfað nánast óslitið við skólann allar götur síðan. Þannig að segja má að Didda hafi verið samofin sögu skólans frá upphafi eða í þessi 49 ár sem skóli hefur verið starfræktur á Hafralæk. Það hlýtur að vera nánast einsdæmi. En nú hefur Didda ákveðið að láta staðar numið en hefur þó lofað því að koma reglulega í heimsókn. Við munum sakna þess að geta ekki leitað upplýsinga hjá Diddu varðandi t.d. afmælisdaga en þar býr Didda yfir einhverri sérgáfu en talið er að Didda kunni utanað afmælisdaga allra nemenda skólans sem hafa verið hér frá upphafi. Nú er bara spurningin hver tekur við kefli Diddu í því að baka lummurnar og kleinurnar í eldhúsinu og muna alla afmælisdagana.
Diddu eru þökkuð góð störf við Þingeyjarskóla og óskað velfarnaðar í því sem nú tekur við.