- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Þingeyjarskóli er þátttakandi í Erasmusverkefni með skólum frá fimm öðrum löndum, Danmörku, Portúgal, Kýpur, Tyrklandi og Ítalíu. Verkefnið tengist sjálfbærni, tækni í skólastarfi og réttindum barna. Hluti starfsmanna skólans er í verkefninu þar sem unnin eru mánaðarleg verkefni sem við deilum með hinum þátttakendunum og eru birt á heimasíðu verkefnisins www.erasmus.one
Heimsóknir til allra landanna eru hluti af verkefninu þar sem við skoðum skólastarf og kynnumst kennurum frá þessum löndum. Fimm starfsmenn skólans eru að fara í vikuheimsókn til Portúgals næsta laugardag og heimsækja grunnskólann Agrupamento de Escolas de Vila Real de Santo António á Algarve.