- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Í dag var föndurdagur í grunnskólanum og af því tilefni bjóðum við foreldrum og forráðamönnum nemenda að koma og eiga ánægjulega samverustund með okkur hér í skólanum.
Við byrjuðum daginn á að kveikja á jólatrénu okkar og syngja saman nokkur jólalög. Eftir það opnuðu jólaverkstæðin sem voru bæði fjölbreytt og skemmtileg. Nemendur í tónlistarnámi sungu og spiluðu jólalög og öllum var boðið upp á hressingu í mötuneytinu.
Við þökkum öllum þeim sem mættu og tóku þátt í deginum með okkur kærlega fyrir komuna.
Við leyfum nokkrum myndum frá deginum að fylgja.