- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Nemendur miðstigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 1. bekkjar frumsýna leikritið Glanni glæpur í Latabæ kl. 16:00 í dag.
Höfundur leikritsins er Magnús Scheving en Karl Ágúst Úlfsson samdi söngtexta og Máni Svavarsson lögin.
Vegna sóttvarnarreglna getum við því miður ekki boðið aðstandendum á sýninguna en henni verður streymt á þessari slóð:
https://www.twitch.tv/ornbjornsson
Hlekkurinn mun verða opinn í einhverja daga fyrir þá sem ekki hafa tök á því að fylgjast með lifandi streymi.
Þar sem svona viðburðir hafa verið helsta fjáröflun nemenda vegna þátttöku þeirra í ýmsum viðburðum, þá langar okkur benda á að hægt er að styrkja krakkana með því að leggja inná reikningsnúmerið: 1110-15-201770, kt. 490419-2680.
Við vonum að þið njótið sýningarinnar.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla