- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Undanfarið hafa nemendur miðstigs lesið og unnið með bókina ÓGN eftir Hrund Hlöðversdóttur.
Í síðustu viku lauk lestri bókarinnar og við vorum svo heppin að fá heimsókn frá höfundinum. Hrund kom og sagði frá sjálfri sér, hvernig hún fær hugmyndir og kemur þeim á blað. Það var lærdómsrík og nemendur voru spurulir og áhugasamir.
Þegar Hrund hafði lokið sinni kynningu fengum við eldri borgara í heimsókn til okkar og kynntum fyrir þeim Orðabrunni og verkefni okkar úr bókinni ÓGN. Orðabrunnurinn vakti sérstaka athygli þeirra. Hrund var svo áhugasöm um verkefni nemenda að hún ákvað að staldra lengur við og var viðstödd kynninguna.
Skemmtilegur dagur eins og myndirnar frá deginum sýna.