Grunnskólakennara vantar að Þingeyjarskóla.

Um tvær stöður er að ræða:  Almenna kennslu og íþróttakennslu.

Við leitum að kennara sem:

  • Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu

  • Hefur lausnamiðaða nálgun á viðfangsefnum

  • Er sveigjanlegur og með góða samskiptahæfni

  • Er sjálfstæður í vinnubrögðum og sýnir/býr yfir frumkvæði

Þingeyjarskóli er samrekinn grunn-, leik- og tónlistarskóli með rétt um 100 nemendur.  Þar af tæplega 70 grunnskólanemendur.

Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans. Rík tónlistarhefð er við skólann.

Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.  Í Þingeyjarskóla er unnið með byrjendalæsi.

Umsóknarfrestur er til 15. júní.

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í síma 464 3580/899 0702 eða á netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is