- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Í morgun fengu nemendur í 4.-10. bekk rafræna heimsókn frá Gunnari Helgasyni rithöfundi.
Fyrsta bók Gunnars kom út árið 1992 og síðan þá hefur hann skrifað fjölmargar barnabækur, þar á meðal vinsælu bækurnar um fótboltastrákinn Jón Jónsson og Stellubækurnar. Gunnar hefur fengið fjölmörg verðlaun fyrir bækurnar sínar og óhætt er að segja að hann hafi einstakt lag á að skrifa fyrir börn og ungmenni.
Gunnar ræddi við krakkana um bækurnar sínar, sögurnar á bak við þær og mikilvægi lesturs. Þá las hann upp úr nýjustu bók sinni Stella segir bless sem kemur út núna fyrir jólin.