Haustfundir miðvikudaginn 25. september

Miðvikudaginn 25. september boðum við í Þingeyjarskóla til haustfunda með foreldrum. Markmið haustfundanna eru margvísleg en fyrst og fremst hugsum við fundina til að styrkja tengslin á milli heimilis og skóla og bjóða foreldrum upp á samtal, bæði við starfsfólk skólans og aðra foreldra um nám og líðan barna.

Foreldrar mæta á haustfund hjá þeim teymum sem börn þeirra tilheyra þar sem m.a. verður farið yfir stigsnámskrá vetrarins og hvað fram undan er á skólaárinu. Þá verða stutt erindi um farsæld barna, félagslífið og akstur í kringum frístundir. Erindið um farsæld barna er ætlað öllum foreldrum sem og stutt erindi um akstur á íþróttaæfingar. Erindi um félagslífið er ætlað foreldrum barna í 5.-10. bekk. Við gerum ráð fyrir að einhverjir fundir geti skarast örlítið en það á ekki að koma að sök, teymisstofur verða opnar og hægt að ræða við kennarateymi.

Fyrirkomulag haustfundanna er með eftirfarandi hætti:

  • Haustfundur yngsta stigs kl. 16:15 í stofu 4.
  • Farsæld barna, kynning fyrir alla foreldra kl. 16:45 í mötuneytinu.
  • Stutt erindi frá Eflingu vegna aksturs á íþróttaæfingar og kynning á félagslífinu kl. 17:00.
  • Haustfundur miðstigs kl. 17:15 í stofu 6.
  • Haustfundur unglingastigs kl. 17:40 í stofu 3.


Gott samstarf heimila og skóla er ein af forsendum góðs skólastarfs og stuðlar að ánægju og vellíðan nemenda. Kaffi og súkkulaði verður á boðstólnum og foreldrar hvattir til að gefa sér tíma til að eiga samtal, bæði við starfsfólk skólans og aðra foreldra.

Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum.