- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Haustgleði Þingeyjarskóla var haldin síðastliðinn föstudag.
Nemendur af unglingastigi og nemendur úr 3. og 4. bekk sýndu leikritið Blái hnötturinn sem byggt er á sögu eftir Andra Snæ Magnason. Tónlistin er eftir Kristjönu Stefánsdóttur.
Segja má að skólinn sé nánast sjálfum sér nægur í því að setja upp svona sýningu með öflugum nemendum og ráðagóðum starfsmönnum. Við nutum þó góðrar aðstoðar Borgars Þórarinssonar (foreldri við skólann) við tæknimál.
Nemendur sáu alfarið um leik, söng og tónlistarflutning í verkinu. Nemendur og starfsmenn sáu um að smíða og mála leikmynd og voru búningamál og leikstjórn í höndum kennara.
Sýningin tókst afar vel og nemendur stóðu sig frábærlega í alla staði.
Eftir sýningu var haldinn dansleikur og ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér vel.