- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Í samstarfi grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla setti unglingastig skólans ásamt nemendum 3. og 4. bekkja upp söngleikinn Bugsy Malone eftir Alan Parker. Aðsókn var góð og var gerður góður rómur að sýningunni.
Mikil vinna liggur að baki því að setja upp slíka sýningu og eiga nemendur og starfsmenn hrós skilið fyrir mikla og góða vinnu þá daga sem undirbúningur fór fram. Mikilvægi þess að taka þátt í slíku starfi sem leiklistin býður uppá er afar mikið. Ekki síst eftir að samskipti nútímans fara orðið ansi mikið í gegnum snjalltækin okkar.
Í Aðalnámskrá Grunnskóla segir m.a.:
„Í leiklist fá nemendur tækifæri til þess að setja sig í spor annarra og prófa sig áfram með mismunandi tjáningarform, hegðun og lausnir í öruggu umhverfi í skólanum. Hún styður nemandann í að tjá, móta og miðla hugmyndum sínum og tilfinningum. Leiklist reynir auk þess stöðugt á samvinnu, samskipti, sköpun, tungumál, tjáningu, gagnrýna hugsun, líkams- og raddbeitingu. Í listforminu er hið óyrta þó ekki síður mikilvægt en hið talaða mál og þannig reynir það á tjáningu í víðasta skilningi þess orðs.
Leiklistin nýtist vel til þess að auðga og styrkja kennslu í greinum eins og móðurmáli, samfélagsfræði, sögu og erlendum tungumálum og getur þannig gegnt lykilhlutverki í samþættingu námsgreina og námssviða. Þótt sköpunarferlið sé ekki síður mikilvægt en afurðin í leiklist, er mikilvægt að reglulega gefist tækifæri til þess að hampa afrakstri vinnunnar í formi kynninga og leiksýninga. Þegar allir leggjast á eitt við uppsetningu leiksýningar styrkjast stoðir jafnréttis og lýðræðis í skólastarfinu auk þess sem slíkir viðburðir hafa jákvæð áhrif á samkennd nemenda og skólaandann“.
Þingeyjarskóli er með fésbókarsíðu þar sem hægt er að nálgast myndir úr skólastarfinu og ýmsar tilkynningar. Fólk er hvatt til þess að kynna sér hana.