Haustþema

Yngsta stig tók m.a. umfjöllun um tré og köngulær. Nemendur unnu ýmis verkefni því tengt og fóru í dagsferð í Vaglaskóg. Þar var ætlunin m.a. að týna sveppi til að smjörsteikja og smakka en eitthvað fannst lítið af þeim þetta árið. En í staðinn fundu nemendur fullt af hrútaberjum og könglum. Veðrið lék við okkur og allir skemmtu sér vel.

Miðstig fjallaði um gróður á landi og kolefnisspor. Farið var í ferð í Kjarnaskóg. Nemendur kynntu sér starfssemi gróðrarstöðvarinnar Sólskóga og keyptu bakka af lerkiplöntum sem síðar voru gróðursettar á skólalóðinni. Í Kjarnaskógi var m.a. farið í ratleik og æfð notkun áttavita. Skemmtilegur dagur í góðu veðri.

Unglingastig fjallaði um Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum, líf og samfélag. Nemendur fengu að velja sér viðfangsefni sem tengdust svæðinu eftir áhuga hvers og eins. Viðfangsefnin urðu fjölbreytt og má þar nefna þjóðsögur, lækningajurtir, sveppi, heyskap og fugla. Farið var í Ásbyrgi þar sem haustleikarnir fóru fram. Þar unnu nemendur í hópum og fengu verkefni þar sem hver hópur átti að safna stigum með því að taka mynd eða myndband af hópnum leysa hinar ýmsu þrautir sem tengdust markmiðum sem unnið var með í haustþemanu. Að lokum bjuggu nemendur til myndband um haustleikana. Gist var á Ástjörn í Kelduhverfi. Þar er aðstaðan góð og umhverfið frábært og vel tekið á móti okkur. Takk kærlega fyrir okkur.