- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Þingeyjarskóli byrjar hvert skólaár á haustþema. Þar er lögð áhersla á hópefli, náttúrufræði og grenndarkennslu. Í haust var tekið fyrir viðfangsefnið líf á landi. Vinna þá allir nemendur skólans að sama viðfangsefninu en efnistök og umfjöllun dýpkuð við hæfi og eftir aldri nemenda. Allir nemendur fóru í haustferð, yngsta stig fór í Vaglaskóg, miðstig fór í Kjarnaskóg og Hamra. Unglingastigið fór í Ásbyrgi og gisti í Lundi. Veðrið lék við okkur, rúmlega 20 °C og sól og allir nutu sín í fallegri náttúru.