Haustþema í Þingeyjarskóla

Nemendur yngsta stigs.
Nemendur yngsta stigs.

Í síðustu viku (26.-28. ágúst) voru haustþemadagar í Þingeyjarskóla. Að þessu sinni var þemað Lífríkið í ferskvatni og unnu nemendur fjölbreytt verkefni í tengslum við það. Haustþemað einkenndist m.a. af uppgötvunarnámi og sköpun og þá ríkti mikil gleði meðal nemenda. Þemadögunum lauk með vettvangsferðum.