Þingeyjarskóli byrjar hvert skólaár á haustþema. Þar er lögð áhersla á hópefli, náttúrufræði og grenndarkennslu. Í haust var tekið fyrir viðfangsefnið líf í og við sjó. Vinna þá allir nemendur skólans að sama viðfangsefninu en efnistök og umfjöllun dýpkuð við hæfi og eftir aldri nemenda. Allir nemendur fóru í haustferð, yngsta stig fór í Saltvíkurfjöru og Safnahúsið, miðstig fór í Öxarfjör með viðkomu í Ásbyrgi. Unglingastigið fór í siglingu út í Hrísey og skemmti sér einnig vel við að busla í sjónum við heitu pottana á Hauganesi. Veðrið lék við okkur, logn og sól og allir nutu sín í fallegri náttúru.