Orðabrunnur, skemmtilegt verkefni á miðstigi

Í morgun sá miðstig Þingeyjarskóla um STÁSS stund skólans.
Þau sögðu frá verkefninu sínu, Orðabrunni, og sýndu myndband sem þau höfðu unnið.
Myndbandið má skoða með því að smella HÉR.


Orðabrunnur er verkefni sem varð óvart til núna í haust þegar nemendur voru að vinna annað verkefni sem fólst í því að rýna í orð.
Orð voru skoðuð, í hvaða orðflokki þau væru, fundin voru orð sem rímuðu við þau, andheiti, samheiti og ýmislegt annað.
Í kjölfarið fóru nemendur að taka eftir áhugaverðum orðum og orðatiltækjum í lestrarbókunum sem gaman væri að rýna í.
Þetta vatt upp á sig og allt í einu voru þau komin með fullt af áhugaverðum orðum og orðatiltækjum sem prýða ganginn.