- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Það var heldur betur líf og fjör í Þingeyjarskóla í morgun þar sem allskyns furðuverur mættu í skólann og til vinnu í dag.
Löng hefð er fyrir því að klæða sig upp í grímubúning á öskudaginn og syngja fyrir góðgæti.
Nemendur Þingeyjarskóla mættu grímuklædd í skólann í morgun og að loknum hádegisverði stóð foreldrafélagið fyrir öskudagsskemmtun á Laugum.
Það er óhætt að segja að mikil gleði og spenningur hafi einkennt daginn.