- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Nemendur unglingastigs Þingeyjarskóla ásamt nemendum 2. og 3. bekkja ætla að frumsýna söngleikinn um Ronju Ræningjadóttur, föstudaginn 12. febrúar kl. 19.00.
Vegna sóttvarnarreglna getum við ekki boðið aðstandendum á sýninguna en henni verður streymt á þessari slóð. https://m.twitch.tv/ornbjornsson/profile
Þar sem svona viðburðir hafa verið helsta fjáröflun unglingastigs þá langar okkur til að biðja ykkur sem horfið á og hafið tök á að styrkja krakkana. Reikningsnúmerið er: 1110-15-201770, kt. 490419-2680.
Leikskrá þar sem allar helstu upplýsingar um persónur og leikendur koma fram mun verða gefin út og birt hér á heimasíðunni.
Með von um góða skemmtun.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla