Rýmingaræfing í Þingeyjarskóla

Í haust var unnin rýmingaráætlun fyrir Þingeyjarskóla og á miðvikudaginn var síðan haldin rýmingaræfing í skólanum.
Hörður slökkviliðsstjóri Þingeyjarsveitar var viðstaddur æfinguna til að fylgjast með og leiðbeina.
Æfingin var góð og vel gekk að rýma skólann enda voru starfmenn og nemendur vel undirbúnir.

Æfing sem þessi er mikilvæg, ekki eingöngu til að allir æfi það verklag sem kemur fram í rýmingaráætlun skólans heldur einnig til að koma auga á það sem betur má fara.

Rýmingaráætlun Þingeyjarskóla má finna undir Stefnur og áætlanir  hér á heimasíðunni fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hana og lesa. 


Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru þegar nemendur og starfsfólk skólans var allt komið inn í Ýdali að lokinni æfingu.