- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Þingeyjarskóli leggur áherslu á yndislestur sem er lestur í hljóði þar sem markmiðið er að lesa sér til ánægju. Yndislestur getur aukið orðaforða, skilning og þekkingu nemenda og þar með námsárangur þegar til lengri tíma er litið. Nemendur geta einnig valið að nýta hljóðbækur sem margir gera hvort sem þeir glíma við lestrarörðugleika eða ekki. Yndislestur er á stundaskrá hjá öllum nemendum skólans frá 1. - 10. bekk.
Nokkrum sinnum á ári höfum við sameiginlega yndislestrarstund með öllum nemendum og starfsfólki skólans. Í morgun höfðum við svoleiðis stund sem var notaleg í alla staða. Nemendur völdu sér stað í skólanum til að lesa og einnig gátu þeir valið um tvo staði þar sem starfsmaður las fyrir nemendur.