- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Fimmtudaginn 24. október var samskóladagur grunnskólanna í Þingeyjarsveit.
Á samskóladegi vinnur starfsfólk og nemendur skólanna þriggja í sveitarfélaginu saman, bæði við að undirbúa daginn og á deginum sjálfum.
Þetta er m.a. liður í að efla tengsl og samstarf skólanna.
Að þessu sinni hittist yngsta stigið í Stórutjarnaskóla, unglingastigið í Reykjahlíðarskóla og miðstigið í Þingeyjarskóla.
Hér í Þingeyjarskóla var mikið líf og fjör hjá miðstiginu eins og myndirnar bera með sér og óhætt að segja að krakkarnir hafi notið samveru hvers annars í leik og starfi.
Gleði og jákvæðni einkenndi daginn og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.