- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Í eldra húsnæði Barnaborgar var trébekkur sem mikið var setið á. Hann var orðinn lúinn, snjáður og brotinn. Þar sem enginn tímdi að henda honum var hann geymdur á svokölluðum smíðastofugangi í u.þ.b. tvö ár.
Sigtryggur Karl Jónsson nemandi í grunnskóladeild Þingeyjarskóla tók að sér að gera bekkinn upp. Það þurfti m.a. að líma og festa stoðir saman og pússa hann upp. Sigtryggur Karl ákvað að mála bekkinn í margs konar litum. Það gerir hann einstaklega skemmtilegan fyrir leikskólabörnin. Í dag kom svo Sigtryggur Karl með bekkinn tilbúinn í leikskólann. Við þökkum Sigtryggi kærlega fyrir þetta góða framtak hans.