- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Húsavík 16. október 2022
Til foreldra stúlkna í 7. bekk Borgarhólsskóla, Öxarfjarðarskóli, Grunnskólinn á Raufarhöfn, Reykjahlíðarskóla, Grenivíkurskóla, Þingeyjarskóla, Stórutjarnarskóla og Grunnskólanum á Þórshöfn frá Soroptimistaklúbbi Húsavíkur og nágrennis.
Efni: Ókeypis sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur.
Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis býður nú í fimmta sinn upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur í grunnskólum í Þingeyjarsýslum. Námskeiðið gæti að þessu sinni orðið tvísetið þar sem 2010 árgangur eru óvenju stór.
Námskeiðið verður haldið helgina 4.-6. Nóvember.
Fyrra námskeiðið yrði þá frá kl. 17:00 föstudaginn 4. nóvember til kl. 16:00 laugardaginn 5. nóvember.
Síðara námskeiðið yrði frá kl. 17:00 laugardaginn 5. nóvemberl til kl. 16:00 sunnudaginn 6. nóvember.
Ef aðeins næst þátttaka í eitt námskeið, stendur fyrri dagsetningin.
Námskeiðið verður haldið í Þingeyjarskóla. Klúbburinn stendur straum af öllum kostnaði með aðstoð styrktaraðila* en foreldrar þurfa einungis að sjá um að koma stúlkunum á staðinn og sækja þær aftur. Sjálfboðaliðar úr röðum Soroptimista munu sjá um mat fyrir stúlkurnar og munu þær einnig sjá um skipulag og gæslu í frítíma og vakt yfir nóttina.
Kennarar á námskeiðinu eru Ingibjörg Þórðardóttir, félagsráðgjafi (MA) og Sigríður Ásta Hauksdóttir, náms- og starfsráðgjafi og fjölskylduráðgjafi.
Á námskeiðinu verða fyrirlestrar og verkefnavinna auk samskiptaæfinga og hópeflis. Meðal annars verður fjallað um hvernig hægt sé að vera góð vinkona, styrkleika, samfélagsmiðla, mistök og mikilvægi þess að standa með sjálfum sér.
Nánari dagskrá verður fyrirliggjandi þegar nær dregur.
Gist er í skólastofum svo stúlkurnar þurfa að taka með sér dýnur og rúmfatnað.
Eftirtöldum skólum er boðið til þáttöku: Grenivíkurskóli, Stórutjarnaskóli, Þingeyjarskóli, Reykjahlíðarskóli, Borgarhólsskóli, Öxarfjarðarskóli, Grunnskólinn á Raufarhöfn og Grunnskólinn á Þórshöfn. Skólastjórnendur hafa verið svo vinsamlegir að samþykkja að hafa milligöngu um að senda þetta kynningarbréf til viðkomandi foreldra.
Skráningar þurfa að berast fyrir 26. október. Best er að forráðamenn sendi meðfylgjandi leyfisbréf undirritað og skannað inn (eða mynd af því) á netfangið adrienne@simnet.is
Einnig er gott að fram komi ef um er ræða ofnæmi, fæðuóþol, sjúkdóma eða annað sem gott er fyrir umsjónarmenn að vita af.
Ef óskað er frekari upplýsinga í tengslum við námskeiðið má hafa samband við Adrienne Davis S. 865-7449, adrienne@simnet.is , Guðnýju Maríu Waage s. 865-3398 mrs_waage@hotmail.com eða Svandísi Sverrisdóttur svandispap@simnet.is
Með bestu kveðjum og von um góða þátttöku.
Soroptimistaklúbbur Húsavíkur og nágrennis.
*Allur ágóði af sölu Soroptimistaklúbbsins á SÁÁ álfinum rennur til þessa verkefnis auk styrkja frá kvenfélögum sýslunnar, fyrirtækjum, matvælaframleiðendum, sveitarfélögum og verslunum í héraði.
..................................................................................................................................................................................................
Ég undirritaður foreldri/forráðamaður __________________________________________________ sem er nemandi í Nafn stúlku
_______________ í _______________________________________ samþykki að hún sæki
Bekkur Nafn skóla
Sjálfstyrkingarnámskeið á vegum Soroptimistaklúbbs Húsavíkur og nágrennis dagana 4.-5. nóvember og/eða 5.-6. nóvember 2022.
Ef til kemur að halda þarf tvö námskeið. Vinsamlegast tilkynnið hér hvor dagsetningin hentar ykkur betur. _______________________
(Okkur finnst samgjarnt að stúlkur sem eru lengra að komnar hafi forgang að vali).
Ef aðeins næst þátttaka í eitt námskeið, stendur fyrri dagsetningin.
___________________________________________________
Undirskrift, símanúmer og netfang foreldris/forráðamanns
Upplýsingar um ofnæmi, fæðuóþol, sjúkdóma eða annað:
_______________________________________________________________________________