- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Sem fyrr er COVID-19 veiran að valda okkur nokkrum frávikum frá hefðbundnu skipulagi skólastarfsins. Skólasetning Þingeyjarskóla verður t.a.m. með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Munum setja skólann með rafrænum hætti kl. 14:00 næstkomandi föstudag. Þetta þýðir að nemendur eru ekki að koma í skólann á skólasetningardaginn. Þó munu nemendur 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra koma í einstaklingsviðtöl/skólaboðun fimmtudaginn 20.08.20 og föstudaginn 21.08.20. Einnig eru nýir nemendur við skólann og forráðamenn þeirra boðaðir í viðtöl þessa daga. Grunnskólastarf hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst. Umsjónakennarar munu senda frekari upplýsingapóst á forráðamenn nemenda.
Í ljósi aðstæðna og tilmæla yfirvalda vegna COVID-19 munum við reyna að takmarka sem mest gestakomur inn í skólann. Þurfi foreldrar/forráðamenn að koma í skólann eru þeir vinsamlegast beðnir um að gera boð á undan sér og fara eftir þeim umgengnisreglum sem gilda um sóttvarnir almennt. Reynum að notast sem mest við fjarskiptatækin okkar til að vera í sambandi.
Vil taka það skýrt fram og áminna að ef grunur er um veikindi hjá barni að morgni dags að þá sé barninu haldið heima. Ef grunur er um veikindi nemanda á skólatíma þá eru foreldrar beðnir um að sækja viðkomandi. Einnig vil ég biðja ykkur um að hvetja börnin ykkar til að viðhalda hreinlæti og fara eftir þeim umgengisreglum sem settar eru s.s. varðandi handþvott,sprittun og meðferð áhalda. Skólinn mun eftir fremsta megni fara eftir þeim viðmiðum og tilmælum sem settar hafa verið fram varðandi skólahald leik- og grunnskóla og mikilvægt að við öllum séum að takast á við þennan veruleika e.o. hann birtist okkur af yfirvegun og ábyrgð.
Við munum koma á frekari upplýsingum varðandi það hvernig rafræna setningin fer fram á föstudaginn, munum nýta morgundaginn í það.
Með von um ánægjulegt samstarf á komandi skólaári.
Skólastjóri Þingeyjarskóla