- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Skólaþing var haldið í Þingeyjarskóla sl. miðvikudag. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til og stóðu nemendur sig með prýði. Það voru tekin fyrir fimm umræðuefni: einkunnarorð skólans, skólareglur, félagslíf, snjalltækjanotkun og valgreinar. Fjörugar umræður sköpuðust um þessi málefni, en nemendur á unglingastigi stýrðu hópavinnunni. Þetta er liður í því að nemendur og foreldrar geti haft áhrif á starf skólans. Niðurstöður þingsins mun verða kynntar síðar.