- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Þingeyjarskóli er orðin 10 ára gömul stofnun en skólinn tók til starfa haustið 2012 eftir sameiningu Hafralækjarskóla, Litlulaugaskóla, leikskólanna Barnaborgar og Krílabæjar og tónlistardeilda. Í húsnæði skólans á Hafralæk hófst skólastarf haustið 1972 þannig að skólahúsnæðið og skólastarf á Hafralæk er 50 ára gamalt í ár.
Við ætlum að gera þessum tímamótum skil á skólaárinu.
Næstkomandi fimmtudag, 22. september, boðum við til skólaþings grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla.
Þingið hefst kl. 13:00 og á að ljúka kl. 15:00.
Skólaþingið er hugsað sem vettvangur til að hafa áhrif á skólastarfið með skoðanaskiptum og umræðum.
Nemendum, foreldrum, starfsfólki og gestum verður boðið að koma í hópa og umræða tekin á sem breiðustum grunni. Út úr umræðunum munu vonandi koma góðar tillögur að ýmsu sem snýr að skólastarfinu og því tengdu.
Nemendur unglingastigs munu verða hópstjórar og hafa til aðstoðar starfsfólk skólans.
Hvetjum foreldra/forráðamenn og aðra áhugasama í samfélaginu til að koma og taka þátt í umræðunni með okkur.
Vona að þið hafið tök á að koma og taka þátt í þessu með okkur.
Kveðja góð.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla