Skuggakosning í Þingeyjarskóla - Nafnið Þingeyjarsveit með flest atkvæði nemenda.

Nemendur Þingeyjarskóla héldu Skuggakosningu um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Skútustaðarhrepps og Þingeyjarsveitar.

Kosið var um fjögur nöfn; Goðaþing, Laxárþing, Suðurþing og Þingeyjarsveit.
Kjörsókn var 90%. Á kjörskrá voru 71 nemandi við skólann og kusu 64.
Gildir seðlar voru 64.
Enginn ógildur seðill.
Úrslit urðu þau að Þingeyjarsveit hlaut 32 atkvæði eða 50% greiddra atkvæða.
Laxárþing hlaut 19 atkvæði
Suðurþing hlaut 7 atkvæði
Goðaþing hlaut 6 atkvæði

Kjörnefnd var að störfum og voru það nemendur af unglingastigi sem skipuðu hana. Komið var upp kjörklefum og blásið til kjörfundar í félagsheimilinu Ýdölum. Framkvæmdin tókst að öllu leyti mjög vel og óhætt að hrósa þessum öflugu unglingum Þingeyjarskóla fyrir framkvæmdina.

 

Kjörnefndarmenn að störfum

 Myndir frá kjörfundi.