STÁSS stund í umsjón miðstigs

Í vikunni var STÁSS stund í umsjón miðstigs þar sem krakkarnir sögðu frá verkefni sem þeir höfðu unnið í tengslum við sjálfsmyndina sína.

Öll teiknuðu þau sjálfsmynd og lærðu og unnu með styrkleika, bæði sína eigin og styrkleika sem þau koma auga á í fara hvers annars. Helstu styrkleika sína skrifuðu þau síðan inn á loftbelg sem þau lituðu og límdu mynd af sér á.

Þá höfðu þau hrósviku þar sem þau æfðu sig í að hrósa og enduðu á að hrósa hvert öðru. Hrósunum var safnað saman og þau límd inn á sjálfsmynd hvers og eins.
STÁSS stundina enduðu síðan krakkarnir á að gleðja nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla með því að afhenda öllum hrós sem þeir höfðu skrifað á fallegt hjarta.

Virkilega lærdómsríkt og skemmtilegt verkefni.