- Fréttir
- Skólinn
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Í morgun vorum við í Þingeyjarskóla með STÁSS stund.
STÁSS stendur fyrir sameiginlegan tíma á stundaskrá og gengur út á sameiginlega samverustund nemenda og starfsfólks. Að þessu sinni kynntu nemendur unglingastigs bekkjarsáttmálann sinn. Hann var unninn á haustdögum og er í anda jákvæðs aga. Tilgangur með bekkjarsáttmála er að nemendur fái tækifæri til að ákveða hvernig þeir vilja hafa bekkjarandann þetta skólaárið. Nemendur ímynda sér að skólaárið sé búið og að þetta hefði verið besta skólaár “ever”. Síðan eru reglur útfærðar og samþykktar, útlit bekkjarsáttmálans ákveðið og að lokum samþykkja bæði nemendur og starfsfólk sáttmálann með undirskrift. Bekkjarsáttmáli unglingastigs er svohljóðandi:
-Við gefum starfsfólki mötuneytisins ábendingar um hvað okkur finnst gott af því að þá vita þau hvað er gott að bjóða upp á.
-Við ætlum að bera virðingu fyrir mötuneytinu af því að þá líður starfsfólkinu í eldhúsinu betur.
-Við viljum hafa gott félagslíf og fjölbreyttari leiktæki á skólalóðinni af því að þá hafa allir gaman saman og meiri líkur á því að við notum frímínútur og við mætum meira í félagslíf.
-Við ætlum að hafa vinnufrið af því að þá getum við einbeitt okkur betur.
-Við ætlum að taka ábyrgð á náminu okkar af því að þá gengur okkur betur og við náum að halda áætlun.
-Við ætlum að vera jákvæð af því að þá líður okkur og öllum í kringum okkur betur.