Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.
Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Þingeyjarskóli, bæði nemendur og starfsfólk, tekur þátt í Lífshlaupinu að þessu sinni.
Nemendur taka þátt í keppni meðal grunnskóla sem stendur yfir í tvær vikur og starfsfólk tekur þátt í vinnustaðakeppni sem stendur yfir í þrjár vikur. Báðir hópar fara afar vel af stað og eru að blanda sér í toppbaráttuna. Við höfum m.a. bætt við hreyfingu á skólatíma til að safna fleiri mínútum í keppninni enda mikið keppnisfólk í Þingeyjarskóla, bæði á meðal nemenda og starfsfólks.
Við hvetjum ykkur til að fylgjast með stöðunni í keppninni.