Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Þingeyjarskóla

Í gær, mánudaginn 17. febrúar, kom Þorgrímur Þráinsson í heimsókn í Þingeyjarskóla. Að þessu sinni hitti hann nemendur á miðstigi og ræddi við þá um mikilvægi lesturs og ritunar og hvernig lestur hefur áhrif á orðaforða. Þá sagði hann nemendum frá því hvernig sögurnar hans hefðu orðið til og hvernig reynsla úr raunveruleikanum getur nýst við sögugerð.

Fyrirlesturinn hans Þorgríms bar heitið Eflum læsi á landsbyggðinni og er kostað af Menntamálaráðuneytinu.

Við þökkum Þorgrími kærlega fyrir komuna í Þingeyjarskóla.