Undirbúningur haustgleði

Undanfarið hafa nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla staðið í ströngu við undirbúning haustgleðinnar sem verður fimmtudaginn 14. nóvember.
Að þessu sinni er verið að æfa söngleikinn um hana Línu langsokk sem við flest öll könnumst vel við.

Nemendur á unglingastigi ásamt nemendum í 3. og 4. bekk stíga á stokk að þessu sinni en haustgleðin er engu að síður samstarfsverkefni þar sem allir nemendur fá að leggja sitt af mörkum og samvinna og sköpun er allsráðandi.

Á STÁSS stund í síðustu viku sýndu t.a.m. nemendur á miðstigi leikmuni sem þeir höfðu búið til fyrir leiksýninguna. Við leyfum myndunum að tala sínu máli en þær fanga vel undirbúninginn sem hefur átt sér stað að undanförnu. Þá er unglingastigið með heimasíðu þar sem hægt er að fylgjast með undirbúningnum dag frá degi (sjá hlekk neðst í frétt).
Við hlökkum mikið til að sýna ykkur afrakstur vinnunnar seinna i vikunni.

Heimasíða unglingastigs, undirbúningur dag frá degi