- Fréttir
- Deildir skólans
- Grunnskóladeild
- Leikskóladeild Barnaborg
- Leikskóladeild Krílabær
- Tónlistardeild
- Nemendur
Vorgleði Þingeyjarskóla
Vorgleði grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum fimmtudaginn 14. mars og hefst klukkan 19:30.
Sýnt verður leikritið Galdrakarlinn í Oz byggt á sögu eftir Frank Baum.
Leikgerð Ármann Guðmundsson.
Tónlistina sömdu Ármann Guðmundsson, Baldur Ragnarsson, Eggert Hilmarsson og Snæbjörn Ragnarsson.
Nemendur miðstigs og 1. og 2. bekkja hafa umsjón með sýningunni.
Miðaverð 2000 krónur fyrir fullorðna og 1000 krónur fyrir börn á skólaaldri.
Frítt fyrir börn á leikskólaaldri og grunnskólanemendur Þingeyjarsveitar.
ATH.! Ekki er hægt að greiða með korti.
Öll hjartanlega velkomin.
Nemendur og starfsfólk Þingeyjarskóla