Skólaráð

Úr grunnskólalögum um skólaráð
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.

Hlutverk skólaráðs
Hlutverk skólaráðs er að skapa lýðræðislegan vettvang þar sem raddir allra fulltrúa skólasamfélagsins eiga að heyrast. Þar deila fulltrúarnir upplýsingum og skiptast á skoðunum með það að markmiði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um málefni sem varða stefnu skólans og sérkenni hans. Með þessu móti er stuðlað að sameiginlegu eignarhaldi á skólastarfinu þó endanleg ákvörðun sé ávallt í höndum skólastjóra enda ber hann ábyrgð á daglegum rekstri skólans gagnvart sveitarstjórn.

Skólaráð Þingeyjarskóla 2024-2025

Skólastjóri
Lilja Friðriksdóttir

Fulltrúar foreldra
Sunneva Mist Ingvarsdóttir
Erna María Halldórsdóttir

Fulltrúar kennara
Katla Valdís Ólafsdóttir
Sunna Sæmundsdóttir

Fulltrúar annars starfsfólks
Þórdís Jónsdóttir

Fulltrúar nemenda
Álfrós Katla Böðvarsdóttir
Ívar Örn Ketilsson

Fulltrúi grenndarsamfélagsins

Fundargerðir skólaráðs 2024-2025
Skólaráðsfundur 5. desember 2024