Fréttir

Skólaslit Þingeyjarskóla verða föstudaginn 28. maí kl. 16:30

Skólaslit Þingeyjarskóla verða með hefðbundnu sniði (að mestu) föstudaginn 28. maí kl. 16:30. Gestir eru beðnir um að vera með grímur á athöfninni eins og segir í tilkynningu frá almannavörnum: "Grímuskylda er þar sem ekki er hægt að viðhalda 2 metra nálægðarreglu". Elstu nemendur leikskóladeilda og nemendur 10. bekkjar verða útskrifaðir. Verið velkomin að athöfninni. Skólastjóri

Þingeyjarskóli auglýsir eftir yfirmatráði við starfsstöð skólans á Hafralæk

Þingeyjarskóli auglýsir eftir yfirmatráði við mötuneyti skólans á Hafralæk frá og með 1. ágúst 2021 Fyrir frekari upplýsingar smellið á tengilinn hér fyrir ofan.

Hugaríþróttamót Skjálfanda í Ýdölum

Félagsmiðstöðin Skjálfandi hélt á dögunum sitt fyrsta hugaríþróttamót Þingeyjarskóla þar sem keppt var í hinu geysivinsæla kænskuspili "Magic the gathering".