Fréttir

Litlu jól Þingeyjarskóla

Krílabær var með litlu jól í dag, miðvikudaginn 18. desember. Barnaborg heldur sín litlu jól á morgun fimmtudaginn 19. desember kl. 14:30. Grunnskóla- og tónlistardeild skólans eru með sín litlu jól annað kvöld kl. 18:00. Áætluð heimferð er kl. 20:00. Nemendur grunnskólans fara heim á morgun eftir hádegisverð og koma síðan aftur í skólann með kvöldinu.

Jólaföndurdagur

Enginn skóli á morgun, fimmtudag.

Vegna óvissu með rafmagn, veður og færð á morgun verður ekki skóli á morgun fimmtudag 12.desember. Stefnum á skóla á föstudaginn.

Vegna veðurs fellur allt skólahald niður í Þingeyjarskóla miðvikudaginn 11. desember

Gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir norðausturland vegna óveðursins sem nú geysar. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/nordurlandeystra Foreldrar/forráðamenn og starfsmenn eru hvattir til að fylgjast með tilkynningum inná heimasíðu skólans og fésbókarsíðum.

Óveðurspá - appelsínugul viðvörun - skólahald fellur niður í Þingeyjarskóla.

Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allt skólahald í Þingeyjarskóla á morgun þriðjudag 10.desember og að öllum líkindum einnig á miðvikudaginn 11. desember. Athugið að þetta á bæði við grunnskóla- og leikskóladeildir. https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/nordurlandeystra

Haustgleði grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla

Þingeyjarskóli auglýsir eftir leikskólakennara

Laus er staða leikskólakennara við leikskóladeildina Barnaborg. Staðan er laus frá og með 1. janúar 2020

Haustgleði Þingeyjarskóla

Keldan - nýtt úrræði í snemmtækri íhlutun

Keldan er nýtt úrræðir í snemmtækri íhlutun fyrir fjölskyldur og skóla. Fulltrúar Keldunnar munu verða með viðtalstíma í Þingeyjarskóla fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá kl. 8:30 - 12:30

Haustþema

Þingeyjarskóli byrjar hvert skólaár á haustþema. Þar er lögð áhersla á hópefli, náttúrufræði og grenndarkennslu. Hvert haust er tekið fyrir eitt af eftirfarandi viðfangsefnum: Líf í vatni, líf í sjó og líf á landi. Allir nemendur skólans vinna þá að sama viðfangsefninu í hvert sinn en efnistök og umfjöllun dýpkuð við hæfi og eftir aldri nemenda. Allir nemendur fara í haustferð, yngstastig og miðstig fara í dagsferðir en unglingastig fer í gistiferð. Í haust tókum við fyrir líf á landi.