Fréttir

Haustþema

Þingeyjarskóli byrjar hvert skólaár á haustþema. Þar er lögð áhersla á hópefli, náttúrufræði og grenndarkennslu. Hvert haust er tekið fyrir eitt af eftirfarandi viðfangsefnum: Líf í vatni, líf í sjó og líf á landi. Allir nemendur skólans vinna þá að sama viðfangsefninu í hvert sinn en efnistök og umfjöllun dýpkuð við hæfi og eftir aldri nemenda. Allir nemendur fara í haustferð, yngstastig og miðstig fara í dagsferðir en unglingastig fer í gistiferð. Í haust tókum við fyrir líf á landi.

Leikskóladeildin Barnaborg leitar eftir starfsmanni.

Þingeyjarskóli leitar eftir starfsmanni á leikskóladeildina Barnaborg. Um fullt starf er að ræða. (ýtið með bendlinum á fyrirsögnina fyrir frekari upplýsingar)