Fréttir

Skóladagatal grunnskóladeildar Þingeyjarskóla

Skóladagatal grunnskóladeildar Þingeyjarskóla er nú aðgengilegt hér á vefnum í gegnum flýtiflipa á forsíðu eða með því að nota slóðina: https://www.thingeyjarskoli.is/static/files/skoladagatal/skoladagatal-2021-2022b.pdf

Didda í eldhúsinu hættir störfum við Þingeyjarskóla eftir áratuga starf við skólann.

Kristjana Helgadóttir matráður eða Didda í eldhúsinu e.o. við flest köllum hana, hættir núna í vor eftir áratuga starf við stofnunina. Kristjana hóf störf við stofnun þáverandi Hafralækjarskóla haustið 1972 og hefur starfað nánast óslitið við skólann allar götur síðan. Þannig að segja má að Didda hafi verið samofin sögu skólans frá upphafi eða í þessi 49 ár sem skóli hefur verið starfræktur á Hafralæk. Það hlýtur að vera nánast einsdæmi.

Tvö spennandi störf auglýst hjá Þingeyjarskóla

Þingeyjarskóli auglýsir tvö spennandi störf laus til umsóknar: Starfsmaður í leikskóladeildinni Krílabæ á Laugum í Reykjadal og stuðningsfulltrúi í grunnskóladeild Þingeyjarskóla á Hafralæk í Aðaldal. Umsóknarfrestur fyrir bæði störf er 25. júní 2021.