Fréttir

Skipulagsdagur/starfsdagur 18. september

Skv. skóladagatali er settur skipulagsdagur/starfsdagur á 18. september. Því miður láðist að setja daginn inn á skóladagatal leikskóladeildanna. Á því er beðist velvirðingar. Barna- og fjölskyldustofa mun koma þennan dag og kynna fyrir öllu starfsfólki skólanna þriggja í sveitarfélaginu ýmislegt er viðkemur farsæld barna. S.s. farsældarlögin o.fl.. Þetta þýðir að mánudaginn 18. september er lokað í öllum deildum skólans. Þ.e. ekki hefðbundið leik- og grunnskólastarf.

Útskrift nemenda leikskóla- og grunnskóladeilda og skólaslit grunnskóla- og tónlistardeildar.

Vortónleikar tónlistardeildar Þingeyjarskóla

Vortónleikar tónlistardeildar Þingeyjarskóla voru haldnir 16. maí. Fjöldamörg atriði voru þar sem nemendur á öllum aldri komu fram og stóðu nemendur sig með stakri prýði. Það er ljóst að tónlistarstarfið í skólanum er í miklum blóma. Við þökkum þeim fjöldamörgu gestum sem voru viðstaddir tónleikana fyrir komuna.

Skólaslit grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla

Skólaslit grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verða miðvikudaginn 31. maí kl. 16:30 í Ýdölum. Allir velkomnir

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsfólki

Þingeyjarskóli auglýsir eftir starfsfólki....

Norræn goðafræði á yngsta stigi

Föstudaginn 21. apríl buðu nemendur yngsta stigs foreldrum hingað í skólann til að sjá afrakstur verkefnis um norræna goðafræði sem við höfum verið að vinna að undanfarnar vikur. Nemendum var skipt í hópa - jafn marga og heimarnir eru og hver hópur sagði frá sínum heimi og hvernig þau ákváðu að búa hann til. Úr þessu varð mjög skemmtileg sýning. Takk kærlega fyrir komuna kæru foreldrar og þið sem hlupuð í skarðið fyrir þá sem ekki komust.

Erasmus verkefni - Kýpur

Alexandra Ósk vann Tónkvíslina

Leikskóladeildin Barnaborg auglýsir eftir stuðningsfulltrúa

Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftir stuðningsfulltrúa á leikskóladeildina Barnaborg við Þingeyjarskóla Um 100% starf er að ræða.

Útivistarval Þingeyjarskóla

Hluti nemenda við Þingeyjarskóla var í skemmtilegu verkefni fimmtudaginn 16.03.2023. Ingólfur Ingólfsson og Vésteinn Garðarsson tóku á móti krökkum úr Þingeyjarskóla og leiðbeindu við dorgveiði á Vestmannsvatni. Var þetta hin besta skemmtun og höfðu nemendur á orði að þetta þyrfti að endurtaka við fyrsta tækifæri. Það voru ekki kjöraðstæður við dorgið þar sem mikill snjór er yfir öllu vatninu sem gerir það erfiðara að fá fisk til að taka. Ingólfur sagði að betra væri að hafa meira skyggni fyrir silunginn, þau skilyrði sem væru núna þýddu mikið myrkur í vatninu. Við þökkum þeim Ingólfi og Vésteini kærlega fyrir mikla og góða aðstoð en þeir meðal annars sáu um að útvega grjæjur og beitu til veiðanna.