10.05.2016
17. maí verður farið í sveitaferð og að þessu sinni ætla foreldrar Emils Orra að taka á móti okkur í Heiðargarði. Líkt og í fyrra er ferðin áætluð fyrir 4 elstu árganga leikskólans. Yngri börnin eru velkomin með í fylgd foreldra eða annarra aðstandenda.
Við leggjum af stað úr leikskólanum kl. 9:30 og komum heim fyrir hádegismat.
08.04.2016
þann 7. apríl tóku nemendur 7. bekkjar þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Húsavík. Fyrir hönd Þingeyjarskóla kepptu þau Auður Friðrika og Þráinn Maríus. Það er skemmst frá því að segja að Þráinn Maríus hafnaði í þriðja sæti og Auður Friðrika í því fyrsta. Glæsilegur árangur hjá þessu unga fólki. Eins var tónlistaratriði frá Þingeyjarskóla þar sem Hilmar Örn spilaði á gítar. Stóð hann sig með stakri prýði. Mikið sem við erum stolt af börnunum okkar.
06.04.2016
Ivan Ingimundarson og Viktor Breki Hjartason urðu skólameistara í skák í Þingeyjarskóla en skólamótið fór þar fram sl. mánudag. Ivan Ingimundarson og Stefán Bogi Aðalsteinsson urðu efsti og jafnir í eldri flokki með fjóra vinninga hvor en Ivan varð hærri á stigum.
30.03.2016
Íþróttatími eldri barnanna í Ýdölum