26.10.2016
Haustgleði Þingeyjarskóla var haldinn föstudaginn 21. október.
Í samstarfi ......(smellið á fyrirsögnina til að lesa meira)
24.10.2016
Konur leggja niður störf í dag kl. 14:38 til að minna á kjarajafnrétti.
Vegna kvennafrídagsins munu konur starfandi í Þingeyjarskóla leggja niður vinnu eftir kl.14:38 í dag. (sjá neðanmáls ástæðu kvennafrídagsins)
Deildarstjórar munu þó starfa áfram með þau börn sem ekki eiga þess kost að vera sótt fyrir kl.14:38.
Feður sem eiga þess kost til að sækja börnin í leikskólann í dag eru hvattir til þess eða þá að senda afa, bræður eða frændur.
18.10.2016
Haustgleði grunnskóla- og tónlistardeildar Þingeyjarskóla verður haldin að Ýdölum föstudaginn 21. október og hefst klukkan 20:00.
(smellið á fyrirsögnina til að fá frekari upplýsingar)
11.10.2016
Mánudaginn 17. október er kynning á læsissáttmála Heimilis og skóla í Þingeyjarskóla kl. 18:00.
05.10.2016
Marimbahópur nemenda úr 9. og 10. bekk tók þátt í Afrískri menningarhátíð í Reykjavík 28.sept - 2.okt
23.09.2016
Foreldrafundur verður haldinn í Þingeyjarskóla n.k. þriðjudagskvöld kl 20:00 fyrir grunnskóladeild.
Farið verður yfir starf vetrarins og foreldrum gefst tækifæri til að eiga samtal við starfsfólk skólans.
22.09.2016
Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslu fyrir foreldra og starfsfólk skóla: Hvernig tala fullorðnir við börn og unglinga um kynlíf?
Fyrirlesturinn verður haldinn í Þróttó á Laugum næstkomandi mánudagskvöld kl.20:00.
Hér má finna ágæta grein frá Siggu Dögg
http://www.visir.is/takmarkast-kynfraedsla-vid-unglinga-/article/2015151219714
13.09.2016
Spennandi fundur fyrir foreldra nemenda í leikskóla og 1.-4.bekk grunnskóla
Hvernig sköpum við börnum okkar bestu þroskaskilyrði fyrir mál og tal?
Fundurinn verður haldinn í Sam-komusal Borgarhólsskóla mánu-daginn 19. september kl. 17.00