12.09.2016
Í september er ýmislegt á döfinni.
Nemendur komnir á fullt í rútínu skóladagsins og margt að starfa að.
Meðfylgjandi eru ýmsar hagnýtar upplýsingar og skráðir viðburðir í september .... (vinsamlegast ýtið með bendlinum á fyrirsögnina til að halda áfram lestrinum)
12.09.2016
Aðalfundur foreldrafélags grunnskóladeildar Þingeyjarskóla verður haldinn í húsnæði grunnskólans, þriðjudaginn 20 september klukkan 20.
18.08.2016
Skólasetningin fer fram í húsnæði grunnskólans. Allir velkomnir á setninguna.
Að setningu lokinni hitta nemendur og foreldrar umsjónakennara í heimastofum.
11.08.2016
Skólasetning grunnskóladeildar Þingeyjarskóla verður 23.ágúst
29.05.2016
Skólaslit Þingeyjarskóla verða þriðjudaginn 31. maí kl. 16:30 á Ýdölum. Þar verða m.a. elstu börn leikskólanna útskrifuð.
12.05.2016
-
13.05.2016
Vortónleikar Tónlistardeildar Þingeyjarskóla verða haldnir í Ýdölum fimmtudaginn 12. maí kl. 16:00.
10.05.2016
17. maí verður farið í sveitaferð og að þessu sinni ætla foreldrar Emils Orra að taka á móti okkur í Heiðargarði. Líkt og í fyrra er ferðin áætluð fyrir 4 elstu árganga leikskólans. Yngri börnin eru velkomin með í fylgd foreldra eða annarra aðstandenda.
Við leggjum af stað úr leikskólanum kl. 9:30 og komum heim fyrir hádegismat.
08.04.2016
þann 7. apríl tóku nemendur 7. bekkjar þátt í Stóru upplestrarkeppninni á Húsavík. Fyrir hönd Þingeyjarskóla kepptu þau Auður Friðrika og Þráinn Maríus. Það er skemmst frá því að segja að Þráinn Maríus hafnaði í þriðja sæti og Auður Friðrika í því fyrsta. Glæsilegur árangur hjá þessu unga fólki. Eins var tónlistaratriði frá Þingeyjarskóla þar sem Hilmar Örn spilaði á gítar. Stóð hann sig með stakri prýði. Mikið sem við erum stolt af börnunum okkar.